Stofnfundur á ljósmyndasafni á Siglufirði
Siglufirði 12.12.2012
Við undirrituð staðfestum stofnun á safni á Siglufirði.
Nafn safnsins Saga Fotografica.
Aðsetur Vetrarbraut 17 Siglufirði.
Tilgangur safnsins er varðveisla á tækjum til
ljósmyndunar og ljósmyndavinnslu,frá ýmsum tímum auk þess að sýna þau og kynna.
Ennig mun safnið standa fyrir kynningu á ljósmyndum,sögu ljósmyndunar
og mismunandi aðferðum við ljósmyndavinnslu, sem og sýningum á myndverkum.
Markmið safnsins er að styrkja og vekja áhuga á ljósmyndun og ljósmyndatækni,
kynna sögu hennar og mismunandi aðferðir við töku ljósmynda og sýna ljósmyndaverk.
Stofnendur safnins.
Baldvin Einarsson
Ingibjörg Sigurjónsdóttir